Svefnbloggið

Greinar og góð ráð um svefn ásamt öðrum heilsumolum
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
22. ágúst 2015

10 ráð til að koma sér aftur í rútínu áður en skólarnir byrja

Nú er sumarið að líða undir lok og börn og ungmenni víða um land fara að hefja skólagöngu á ný. Margir foreldrar kannast við það hversu erfitt getur verið að koma rútínunni í gang og fá börnin til að vakna snemma og fara að sofa á skikkanegum tíma.  Þetta er ekki einungis erfitt fyrir börnin því foreldrarnir þurfa sjálfir að stilla ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
15. apríl 2015

Það borgar sig að hugsa út fyrir boxið

Ég er sálfræðingur sem hef sérhæft mig í greiningu og meðhöndlun svefnvandamála. Ég hef sinnt einstaklings- og hópmeðferð við langvarandi svefnleysi sl. fimm ár meðferð doktorsnámi mínu þar sem ég rannsakaði svefnleysi og kæfisvefn. Það er ótrúlega gaman að sinna meðferð við langvarandi svefnleysi þar sem árangurinn er oftast mjög góður. Að ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
8. október 2014

Svefn og vaktavinna: Helstu vandamál og góð ráð

Hvernig er svefn vaktafólks öðruvísi?Svefnvandamál eru algeng hjá þeim sem stunda vaktavinnu en rannsóknir hafa sýnt að vaktavinnufólk fær allt að 7 klst. styttri svefn á viku en aðrir. Að sama skapi kvarta um 20% vaktavinnufólks um slæman svefn, dagssyfju og einbeitingaskort. Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem  hefur áhrif á svefn- ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
7. september 2014

Er of mikið fyrir fullorðna að sofa 8-9 klukkustundir á sólarhring?

Það er mjög algengt að við hjá Betri svefni séum spurð að því hversu mikið við þurfum að sofa á sólarhring. Svarið okkar er að á bilinu 7-9 klukkustundir sé ákjósanlegast. Þetta er töluvert breitt bil en öll erum mið misjöfn og svefnþörfin því nokkuð einstaklingsbundin. Það er vitað að það getur haft jafn neikvæð áhrif á heilsu og líðan að sofa ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
15. maí 2014

Svefn og langir sumardagar. Hvernig hefur sólarljós áhrif á svefninn okkar og hvernig getum við nýtt okkur það?

Það kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart hvað dagurinn lengist hratt á vorin. Núna eftir sumardaginn fyrsta hefur verið mikið um sólríka daga og þessir dagar byrja snemma. Ég er venjulega frekar mikil B-manneskja og vakna oftast um átta ef ég fæ tækifæri til þess. Núna þegar sólin skellur á svefnherbergisgluggann snemma morguns hefur það hinsve ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
2. maí 2014

Hvernig getur bættur svefn hjálpað þér að takast á við krabbamein? Góð ráð við svefnleysi byggð á rannsóknum á krabbameinssjúklingum

Flestir upplifa svefnleysi einhvern tíma á lífsleiðinni en líkurnar á því að glíma við svefnleysi aukast með aldri og við alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Um 30-50% krabbameinssjúklinga glíma við svefnleysi en vandamálið er oft vangreint og leita sjúklingar sér ekki alltaf aðstoðar. Þegar krabbameinssjúklingar fá nægan svefn minnka áh ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
23. apríl 2014

Svefnlaus nýbökuð móðir

Nýlega eignaðist ég mitt fjórða barn, dásamlega drenginn hann Bjart sem kom í heiminn á fallegum sólardegi í febrúar. Meðgöngurnar hafa alltaf gengið vel hjá mér fyrir utan svefnvandamál á síðasta þriðjungi. Þegar ég varð ófrísk af Bjarti hugsaði ég með mér að ég skyldi nú ekki lenda í neinu svefnrugli í þetta sinn. Nú væri ég búin að sérhæfa mi ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
8. apríl 2014

Hvers vegna þurfum við að sofa og afhverju gerum við það ekki vel? Versnandi ástand svefnmála á Íslandi

Svefn er virkt ferli hreinsunar og endurnýjunarSvefn er öllum mikilvægur og er þess vegna fyrirferðarmikill hluti lífs okkar. Ef þú nærð að verða nítíu ára þá hefur þú líklegast sofið hátt í 32 ár en við sofum að meðaltali yfir þriðjung ævinnar.Svefn er ekki bara hvíld og orkusparnaður. Í djúpsvefni á sér stað gríðarlega virkt ferli þar sem heil ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
14. mars 2014

Hinn alþjóðlegi svefndagur 2014: Góð ráð við svefnleysi

Í dag, þann 14 mars er alþjóðlegur dagur svefnsins (World sleep day - http://worldsleepday.org/) en tilgangurinn með deginum er að minna á hversu mikilvægur svefninn er fyrir andlega og líkamlega heilsu. Staðreyndin er sú að svefntími okkar er alltaf að styttast og svefnvandamál eru gríðarlega algeng í nútímasamfélagi. Svefninn er grunns ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
4. mars 2014

Hvernig getur næring bætt svefninn?

Svefnleysi er gríðarlega stórt vandamál á vestrænum löndum og eru um 30% Íslendinga sem sofa of lítið og fá óendurnærandi svefn. Svefn er flókið ástand sem er undir áhrifum frá líkama og huga. Við getum verið svefnlaus út af áhyggjum, kvíða, þunglyndi eða óvissu og getur verið erfitt að ná stjórn á svefninum á meðan þau mál eru óleyst. Á sama tí ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
30. janúar 2014

Matur sem getur skemmt fyrir þér nætursvefninn

Mataræði og svefn tengist mjög sterkum böndum og er því mikilvægt að huga mataræðinu ef bæta á svefninn. Sömuleiðis getur bættur svefn hjálpað þér við að bæta mataræðið! Sum atriði eru augljós en það er margt sem getur haft áhrif á svefninn þinn:1.     Hið augljósa eru örvandi áhrif kaffeins sem finnst í kaffi, kóladrykkjum o ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
22. janúar 2014

5 ráð til að vakna betur á köldum morgnum

Fyrir sum okkar þá einkennast kaldir dimmir morgnar af því að hugsa um allar ástæður til að geta snoozað aðeins lengur og vera áfram vafin inn í hlýja sængina. Þetta er ósköp skiljanlegt þar sem það er ískalt í herberginu og það virðist ennþá vera nótt samkvæmt öllum mælikvörðum. Því miður getum við ekki lagst í dvala yfir veturinn eins og ...

Lesa meira
Gunnar Jóhannsson
Læknir
14. janúar 2014

Bættu svefninn þinn á nýju ári – Sofnaðu hraðar

Ef þú gætir gert einn hlut til bæta minni, auka orku, minnka fitu og lifa lengur, myndir þú gera það? Góðu fréttirnar eru að til að ná þessu öllu þá þarft þú bara að sofa betur!Svefn er ein af stoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt hreyfingu og mataræði. Þrátt fyrir það höfum við tilhneigingu til að líta svefninn hornauga og frekar st ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
13. desember 2013

Sofum vel um jólin

Nú er að renna upp annasamur tími fyrir marga og sumir upplifa jafnvel streitu í jólaundirbúningnum. Á þessum árstíma er mikilvægt að huga að svefninum og þegar jólafríið skellur á kemst gjarnan óregla á svefnmynstrið sem erfitt getur verið að leiðrétta á nýju ári. Hér eru því nokkur einföld ráð til að halda svefninum góðum yfir hátíðirnar: ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
5. nóvember 2013

Á röngum tíma

Við hér á Íslandi búum við þær sérkennilegu aðstæður að vera á röngum tíma stóran hluta ársins.  Síðan árið 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið sem veldur því að sumarkvöldin eru bjartari og vetrarmorgnar dimmari. Raunverulegt hádegi miðað við sólarstöðu er kl. 13:30 á Íslandi og því birtir um 1 og ½ tíma seinna ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
23. október 2013

Verum vakandi fyrir dagssyfjunni!

Viðvarandi syfja er algeng og nýleg rannsókn á tæplega 600 Íslendingum sýndi að 37% glíma við óeðlilega dagssyfju og tæp 13% hafa upplifað það að dotta við stýrið. Hið Íslenska svefnrannsóknarfélag stóð fyrir rannsókninni sem er hluti af sam-evrópsku átaki um syfju og umferðaröryggi. Þessar tölur sýna gríðarlega hátt hlutfall syfjaðra Íslendinga ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
11. október 2013

Svefnleysi á vinnustaðnum

Svefnleysi er víða og er vinnustaðurinn því miður ekki undanskilinn. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir óæskilegar afleiðingar svefnleysis á vinnustaðnum eins og hærri slysatíðni, minni framleiðni og fleiri veikindadaga og í leiðinni auka öryggi og líðan starfsmanna. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar þessu tengdu á myndrænan hátt :& ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
9. september 2013

Ofurmenni sem þurfa bara 5 tíma svefn.. eða hvað?

Meðal svefnþörf fullorðinna er um 7 og ½ klukkustund og sveiflur sem nema einni klukkustund til eða frá meðaltalinu teljast eðlilegar. í rannsókn sem Lýðheilsustöð gerði á heilsu og líðan Íslendinga árið 2007 kom í ljós að einungis um þriðjungur fullorðina sefur að staðaldri átta klukkustundir eða lengur á sólarhring. Ennfremur sýndi rannsók ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
27. ágúst 2013

Sefur þú hjá makanum?

Margir myndu líta svo á að það að sofa í öðru rúmi eða herbergi en makinn hefði neikvæð áhrif á sambandið en nýjar rannsóknir benda tl hins gagnstæða. Allt að 30-40% fólks í sambandi kýs að sofa sitt í hvoru lagi og rannsóknir benda til þess að slíkt geti haft jákvæð áhrif á svefnvenjur fólks og sumir vijlja jafnvel meina að það að sofa í sitthv ...

Lesa meira
Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur
21. ágúst 2013

Fegrunarblundur - mýta eða möguleiki?

Það að taka sér fegrunarblund er þekkt hugtak en ætli það sé eitthvað til í því að svefninn geti í raun fegrað mann? Nýleg rannsókn leiddi í ljós að þeir sem sváfu illa að staðaldri voru hrukkóttari og litu út fyrir að vera eldri en jafnaldrar þeirra sem sváfu vel. Samkvæmt rannsókninni veldur lélegur svefn því að húðin er ver varin gegn óæskile ...

Lesa meira
Betri svefn
14. ágúst 2013

Svefnbloggið opnar

Við hjá Betri svefn erum byrjuð að blogga. Ætlunin er að skrifa um svefn, gefa góð svefnráð ásamt almennum pistlum um heilsutengt efni svo að sem flestir megi sofa vel. Einnig verða fréttir af okkur við og við en þó í mun minni mæli en fræðslan mun vera!Við erum spennt, vonum að þú sért það líka. Bestu kveðjur, Betri svefn ...

Lesa meira