Betri svefn býður upp á ýmsa þjónustu fyrir fyrirtæki, vinnustaði og stofnanir. T.d. staka fræðslufyrirlestra (sjá nánar undir Bóka fræðslu), aðild að vinnustaðaþjónustu Betri svefns og svefnvottun. Kynntu þér hvað felst í aðild að vinnustaðaþjónustu Betri svefns og svefnvottun Betri svefns hér fyrir neðan.

Er svefnleysi vandamál fyrirtækja?

Fyrirtæki þekkja vel mikilvægi þess að starfsmenn séu heilbrigðir og líði sem best í vinnunni. Góð heilsa tryggir aukin afköst og minnkaðar fjarvistir. Miklu er varið í mataræði og hreyfingu en þriðja stoð andlegs og líkamlegs heilbrigðis, svefninn, verður oft útundan. Rannsóknir hafa sýnt að greining og meðhöndlun á svefnleysi er ekki aðeins mikilvægt heldur er það inngrip sem skilar hvað mestri hagræðingu fyrir fyrirtæki. Kostnaður fyrirtækja vegna svefnleysis er umtalsverður en hagstætt er að meðhöndla svefnleysi og árangurinn áreiðanlegur.

Dæmi um kostnað fyrirtækja vegna svefnleysis:

  • Dregur úr framleiðni í vinnu
  • Fjölgar veikindadögum um 100%
  • Dregur úr viðbragðsflýti, athygli, einbeitingu og árvekni
  • Aukin hætta á slysum og mistökum en um 25% allra mistaka á vinnustöðum eru rakin til svefnleysis

Dæmi um kostnað starfsmanna vegna svefnleysis:

  • Skert orka, lakari einbeiting, verri líðan og minni afköst
  • Aukin hætta á kvíða og þunglyndi
  • Lakara ónæmiskerfi
  • Aukin hætta á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum

Aðild að vinnustaðaþjónustu Betri svefns

Hvað felst í aðild að vinnustaðaþjónustu Betri svefns?

  • Tveir fræðslufyrirlestrar um svefn og svefnleysi, haldnir af sérfræðingum Betri svefns. Val um fjarfyrirlestur, staðfyrirlestur eða hvort tveggja. Almenn fræðsla um svefn og svefnleysi, en einnig er hægt að sérsníða fræðsluna að ákveðnum hópi, t.d. svefn hjá vaktavinnufólki og fleira.
  • Allt starfsfólk vinnustaðarins fær ársáskrift að smáforritinu Isleep, nýju íslensku smáforriti, þar sem hægt er að nálgast allt um svefn á einum stað. Allt efnið í Isleep er bæði á íslensku og ensku.
  • Svefnskimun við upphaf og lok tímabils. Starfsfólki er boðið að taka þátt í vefskimun þar sem leitað er eftir einkennum of lítils svefntíma, langvarandi svefnleysis, dagsyfju og kæfisvefns.
  • Vefmeðferð við svefnleysi. Starfsfólki býðst aðgangur að 6 vikna hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum vefinn www.betrisvefn.is.
  • Sérfræðingar Betri svefns mætir á vinnustaðinn í ca. 3 klst, tvisvar sinnum á tímabilinu þar sem starfsfólk getur fengið einstaklingráðgjöf. Hægt er að útfæra þetta eftir óskum fyrirtækisins.
  • Mánaðarlegir fræðslumolar og ráðleggingar um svefn, sem vinnustaðurinn getur birt á innri vef sínum eða prentað út og haft aðgengilega í sameiginlegum rýmum, t.d. kaffistofum.
  • Starfsfólkið getur sent sérfræðingum Betri svefns skriflegar fyrirspurnir um svefn í gegnum tölvupóst og fengið svör við þeim innan sólarhrings.
  • Starfsfólk vinnustaðarins hefur forgang í einstaklingsviðtöl hjá sérfræðingum Betri svefns og fer því ekki aftast á biðlista í slíka þjónustu, en slíkir biðlistar eru almennt langir. Starfsfólk fær jafnframt 50% afslátt á einstaklingsviðtölum.
  • Skýrsla með ópersónugreinanlegum niðurstöðum svefnskimana. Stjórnendur/yfirmenn vinnustaðarins fá samantekt á ópersónugreinanlegum niðurstöðum úr svefnskimun, t.d. eftir vaktafyrirkomulagi, deildum, sviðum eða annað.
  • Vinnustaðurinn fær gæðastimpilinn Svefnvottun Betri svefns, til marks um að vinnustaðurinn hafi sett svefn starfsmanna sinna í forgang með því að bjóða upp á fræðslu um svefn og svefnleysi og úrræði við svefnvanda.

Verð fyrir aðild að vinnustaðaþjónustu Betri svefns fer eftir stærð og þörfum vinnustaðarins, en hægt er að sníða þjónustuna að þörfum hvers vinnustaðar. Sendu okkur fyrirspurn á betrisvefn@betrisvefn.is eða fylltu út formið hér að neðan.


Svefnvottun vinnustaða

Hvað felst í svefnvottun vinnustaða?

(Ath. svefnvottun er innifalin í aðild að vinnustaðaþjónustu Betri svefns, en vinnustaðir geta einnig óskað eftir svefnvottun einni og sér.)

Fræðsla um svefnleysi, úttekt á áhrifum svefnvanda innan vinnustaðar og vefmeðferð við svefnleysi

  • Svefn starfsmanna er metinn með vefskimun þar sem leitað er eftir einkennum of lítils svefntíma, langvarandi svefnleysis, dagsyfju og kæfisvefns.
  • Sérfræðingar Betri svefns mæta á vinnustaðinn og halda fræðsluerindi um svefn og svefnleysi fyrir starfsmenn. Einnig er möguleiki á fyrirlestri í gegnum fjarfundarbúnað.
  • Starfsmenn fá hlekk á spurningalista þar sem skimað er fyrir svefnvanda. Svör starfsmanna eru með öllu órekjanleg. Betri svefn einsetur sér að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem unnið er með og meðhöndla allar persónuupplýsingar eins og lög kveða á um.
  • Þeir sem ná viðmiðum um svefnleysi fá boð í vefmeðferð Betri svefns sem nær yfir sex vikur ásamt sex vikna eftirfylgd. Á meðan meðferð stendur hafa þeir sem hana sækja ótakmarkað aðgengi að sálfræðingum Betri svefns.
  • Vinnustaðurinn hlýtur Svefnvottun Betri svefns fyrir að ljúka ferlinu.

Verð fyrir svefnvottun Betri svefns fer eftir stærð og þörfum vinnustaðarins. Sendu okkur fyrirspurn á betrisvefn@betrisvefn.is eða fylltu út formið hér að neðan.


Meðal vinnustaða sem hafa hlotið svefnvottun Betri svefns: