Hópmeðferð við svefnleysi - staðnámskeið
6 vikur
Hópmeðferð við svefnleysi er ætluð 18 ára og eldri sem glíma við svefnvanda. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Þátttakendur hittast einu sinni í viku (fimmtudaga frá 13.00-15.00) í 2 klst í senn undir handleiðslu sálfræðinga Betri svefns. Námskeiðið fer fram í húsnæði Betri svefns, Lækjartorgi 5, 2.hæð. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum.
Næstu meðferðir í Hópmeðferð við svefnleysi - staðnámskeið
Hópmeðferð við svefnleysi í gegnum fjarfund
6 vikur
Hópmeðferð við svefnleysi er ætluð 18 ára og eldri sem glíma við svefnvanda. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Þátttakendur hittast einu sinni í viku í 1,5 klst í senn (mánudaga frá 13.00-14.30) undir handleiðslu sálfræðinga Betri svefns. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað og hentar því einstaklega vel þeim sem búa á landsbyggðinni eða komast ekki á staðnámskeið. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum.
Næstu meðferðir í Hópmeðferð við svefnleysi í gegnum fjarfund
Betri rútína, betri svefn, betri líðan (fjarnámskeið-ZOOM)
4 vikur
Fjögurra vikna hópnámskeið, þar sem lögð er áhersla á að bæta svefnrútínu, stuðla að góðum svefnvenjum og þar með betri svefni og betri líðan. Einnig verður áhersla á áhrif streitu og ýmissa lífsstílstengda þátta á svefn og líðan. Þátttakendur fá vikuleg verkefni sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa aðgang að sálfræðingum Betri svefns á milli tíma meðan á námskeiði stendur. Fyrir hverja: Fólk frá 18 ára aldri sem vill leggja áherslu á að bæta rútínu sína og svefnvenjur ásamt því að gera breytingar á lífsstílsstengdum þáttum sem hafa áhrif á svefn og líðan. Hvenær: Kennt er fjóra miðvikudaga í röð frá kl. 13.00-14.00. Hvar: Námskeiðið er fjarnámskeið og fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM.
Næstu meðferðir í Betri rútína, betri svefn, betri líðan (fjarnámskeið-ZOOM)
Draumkennd Jóga Nidra djúpslökun
1 klst
Í þessum tímum munum við kyrra hugann og róa taugakerfið, með Jóga Nidra djúpslökun. Orðið Nidra þýðir svefn og er Jóga Nidra því oft kallað "jógískur svefn". Jóga Nidra er leidd, meðvituð djúpslökun sem losar um vöðvaspennu, dregur úr streitu, skapar jafnvægi og bætir svefn. Í Jóga Nidra liggur þú á dýnu (eða situr), breiðir yfir þig teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar Jóga Nidra leiðbeinanda sem leiðir þig inn í djúpa slökun og hvíld. Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra sé jafn endurnærandi og þriggja tíma svefn. Tímarnir eru ætlaðir konum sem vilja draga úr streitu og spennu og bæta svefn. Jógadýnur, teppi, púðar og augnhvílur eru á staðnum, en þér er frjálst að koma með þitt eigið ef þú vilt. Mælt er með að koma í þægilegum fötum. Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur hjá Betri svefni & SheSleep og Jóga Nidra kennari, mun leiða tímana, en Inga hefur lokið I AM Yoga Nidra Advanced Professional Training hjá Kamini Desai og stundar einnig nám í almennu jógakennaranámi hjá Jógasetrinu um þessar mundir. Áskrift að SheSleep appinu gildir sem aðgöngumiði í tímana. Svo vertu velkomin í SheSleep systrahringinn og skráðu þig í tíma í gegnum Facebook eða Instagram síðu SheSleep. Verð fyrir stakan tíma er 3.400 kr. ef þú ert ekki með áskrift að SheSleep appinu. Mánaðaráskrift að SheSleep appinu eru 800kr og ársáskrift eru 8.400 kr. Tímarnir fara fram í Fantasíu, töfrandi sal á Vinnustofu Kjarval, Austurstræti 10a. Fleiri viðburðir væntanlegir