Vefmeðferðir

Vefmeðferðir eru sex vikna meðferðir, ásamt sex vikna eftirfylgd sem fara fram í gegnum tölvu. Einstaklingar fá aðgang að heimasvæði með vikulegum fyrirlestrum, daglegum svefnskráningum, einstaklingsmiðuðum ráðleggingum og ótakmörkuðu aðgengi að sálfræðingi í gegnum vefspjall. Hægt er að hefja vefmeðferð strax í dag.

Hópmeðferðir og námskeið

Hópmeðferðir eru sex vikna meðferðir sem samanstanda af 8-12 manna hóp sem hittist einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn. Hver og einn einstaklingur í hópmóeðferð skráir svefninn sinn daglega og fær einstaklingsmiðaðar ráðleggingar vikulega. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi.

Einstaklingsmeðferðir

Hjá Betri svefn starfa sálfræðingar með víðtæka þekkingu á svefni og svefnvanda. Þeir bjóða uppá greiningu og meðferð við svefnleysi og öðrum svefnvanda.