Fyrirlestrar
Sérfræðingar Betri svefns bjóða upp á fyrirlestra um svefn fyrir vinnustaði, fyrirtæki, skóla, íþróttafélög, félagasamtök og aðra hópa. Í almennum fyrirlestri fjöllum við m.a. um svefn og svefnleysi, áhrif lífsstílstengdra þátta á svefn og heilsu, gefum ráð fyrir góðan nætursvefn og ræðum helstu úrræði við svefnvanda.
- Almennur fyrirlestur um svefn og svefnleysi er 50 mín
- Við mætum á staðinn og/eða getum haft fræðsluna í gegnum fjarfund (Teams/Zoom)
- Við getum haft fræðsluna á íslensku eða ensku
- Fræðsluna er hægt að taka upp og hafa aðgengilega í viku á innri vef vinnustaðar
Við sérsníðum einnig fræðsluna að ykkar hópi:
- Svefn og heilsa
- Svefn, konur og hormón
- Breytingaskeiðið og svefn
- Svefn barna og/eða ungmenna
- Svefn og vaktavinna
- Svefn og íþróttir
- Svefnvandamál og svefnsjúkdómar
- Áhrif sjúkdóma á svefn
- Svefnleysi og hugræn færni
Skrifaðu fyrirspurn þína í stærri reitinn hér fyrir neðan og netfangið í minni reitinn, smelltu svo á “Fá tilboð” og við höfum samband samdægurs:
Vinnustofur
Betri svefn býður upp á vinnustofur um svefn fyrir vinnustaði, skóla, félagasamtök og aðra hópa. Á vinnustofum fer fram fræðsla um svefn og svefnleysi, sérsniðin að hverjum hóp fyrir sig ásamt umræðum og verkefnavinnu.
- Vinnustofa 3 klst
- Vinnustofa 8 klst
Námskeið
Betri svefn býður upp á námskeið um svefn þar sem lögð er áhersla á áhrif svefns og svefnleysis á heilsu, lífsstíl, streitu, kvíða ásamt umfjöllun um svefnsjúkdóma og meðferðir við svefnvanda. Allir þátttakendur skrá daglega svefndagbók. Námskeiðið fer fram einu sinni í viku í 1-2 klst í senn, þrjár vikur í röð.
Skrifaðu fyrirspurn þína í stærri reitinn hér fyrir neðan og netfangið í minni reitinn, smelltu svo á “Fá tilboð” og við höfum samband samdægurs: