Hvað segja notendur okkar?

Hér má sjá nokkrar af umsögnum frá notendum Betri svefns

Ég hefði aldrei trúað því fyrir 7 vikum síðan að ég myndi sofa heila nótt án þess að vakna - enda vön að vakna oft á hverri nóttu. Eftir að hafa farið í gegnum 6 vikna meðferð er ég farin að sofa alla nóttina það hefur mikil áhrif á lífsgæði mín til batnaðar. Mæli eindregið með námskeiði Betri svefns.

Kona á fertugsaldri

Ég þakka fyrir mig nú, frábært að bjóða upp á þetta fyrir konu í afskekktri sveit norður í landi, sem er alls ekki í aðstöðu til að komast til sálfræðings eða reglubundið til sérfræðinga, og vissi ekki að þeir væru til yfirleitt

Kona á fertugsaldri

Takk fyrir mig. Virkilega flott prógramm sem virkaði vel fyrir mig. Góðir fyrirlestrar og ráðgjöf sem nýtist vel

Kona á þrítugsaldri

Ég er ótrúlega ánægður með að hafa drifið mig í þessa meðferð. í fyrsta sinn í mörg ár sofna ég á innan við hálftíma og ég finn gríðarlegan mun á daglegri orku - Takk fyrir mig!

Karlmaður á fertugsaldri

Ég mæli með meðferð Betri svefns af hjartans einlægni.

Kona á fertugsaldri

Ég hélt að ég hefði glatað hæfileikanum til að sofa heila nótt en eftir sex vikna meðferð Betri svefns finn ég mikinn mun til hins betra á nætursvefninum og að auki er ég laus við svefnlyfin sem ég hef verið háður í mörg ár.

Karlmaður á fimmtugsaldri

Frábært prógramm í alla staði -einfalt í notkun og hjálpaði mér virkilega mikið

karlmaður á þrítugsaldri

Veistu ég hefði ekki trúað því að ég gæti sofnað eða sofið heila nótt án svefnlyfja, en nú er ég komin ofan i 1/4 töflu og byrjuð að sleppa því jafnvel alveg - og svaf samt -- Nú fyrst er líkaminn orðinn forritaður í að fara að sofa þegar hann á að gera það ;)

Kona á fertugsaldri